Jarpur, Blakkur, Skjóni, Stjarna og Hjálma. Sýnileg og ósýnileg dýr í íslenskum dýrasögum

Gunnar Theodór Eggertsson
2020 Ritið  
Viðfangsefni greinarinnar er hvernig hugmyndin um "góðhestinn" birtist í íslenskum dýrasögum á síðari hluta nítjándu aldar og fyrri hluta þeirrar tuttugustu með því markmiði að draga fram duldar forsendur og merkingarauka sem fylgja framsetningu hesta (og annarra dýra) í slíkum sögum. Spurt er hvaða dýr teljist yfir höfuð frásagnarverð og sjónum þannig beint að togstreitunni á milli sýnilegra og ósýnilegra dýra í samfélaginu. Dýrasagan sem bókmenntaform er ávallt lituð af mannmiðjuhugsun upp að
more » ... vissu marki og því er sérstakur gaumur gefinn þeim áhrifum. Sú bókmenntasaga er auk þess nátengd uppvexti íslensku dýraverndarhreyfingarinnar og því er samband skáldskapar og siðfræði í tímaritinu Dýravininum athugað sérstaklega. Í síðari hluta greinarinnar er vöngum velt yfir því hverjir það séu sem helst skrifi dýrasögur og rýnt í efnið út frá kynjafræðilegri nálgun. Í lokakaflanum er haldið fram að sum dýr séu sannarlega vinsælli en önnur og að mikilvægar eyður og merkingarbærar þagnir sé að finna í bókmenntasögu dýraskáldskapar. Dýrasögur eru þannig álitnar pólitískar bókmenntir því þær fela í sér gildishlaðnar og siðferðislegar spurningar sem tengjast þeim dýrum sem fjallað er um hverju sinni – og þeim sem ekki er fjallað um.
doi:10.33112/ritid.20.1.5 fatcat:v7sjgubjkbhu3cgnr2rgujtsea