Sjálfsprottin heilavefsblæðing - yfirlitsgrein

Ólafur Sveinsson, Ólafur Sveinsson, Ingvar H. Ólafsson, Ólafur Kjartansson, Einar Már Valdimarsson
2013 Icelandic Medical Journal  
Inngangur Sjálfsprottin heilavefsblaeðing (spontaneous intracerebral hemorrhage) er blaeðing inn í heilavefinn án ytri áverka. Milli 10 og 15% allra heilablóðfalla stafa af henni. 1 Árlega veikjast um 30-50 einstaklingar af heilavefsblaeðingu á Íslandi. 2 Af einstökum gerðum heilablóðfalla er dánartíðni haest meðal þeirra sem fá heilavefsblaeðingu og innanskúmsblaeðingu (subarachnoidal hemorrhage). 1 Á heimsvísu verða um tvaer milljónir einstaklinga fyrir heilavefsblaeðingu á hverju ári og
more » ... ungur þeirra deyr innan eins mánaðar. 3 Fullvíst er talið að tilfellum muni fjölga til muna á naestu áratugum vegna haekkandi aldurs flestra þjóða. Í þessari grein er fjallað um faraldsfraeði, áhaettuþaetti, einkenni, greiningu, meðferð og horfur sjúklinga með sjálfsprottna heilavefsblaeðingu. Aðferðir Gerð var leit í PubMed-gagnasafninu. Notuð voru leitarorðin hemorrhagic stroke, cerebral hemorrhage, intracerebral hemorrhage, primary intracerebral hemorrhage og spontaneous intracerebral hemorrhage. Alls fengust 150.564 (55360, 43503, 45176, 2675, 3852) heimildir í þeirri leit. Áhersla var lögð á greinar sem birst hafa eftir 1985, en í vissum tilvikum leiddi leitin fram mikilvaegar eldri heimildir. Eingöngu voru lesin ágrip á ensku og íslensku. Aðeins voru lesnar greinar úr virtum tímaritum sem eru leiðandi í skrifum um taugalaekningar, taugaskurðlaekningar og gjörgaeslumeðferð. Það skilyrði var sett að tímaritin vaeru ritrýnd. Ágrip af fundum eða veggspjöldum voru ekki skoðuð. Gerðar voru þaer kröfur að tilfellaraðir yrðu að hafa yfir 50 sjúklinga til að koma til álita. Yfirlitsgreinar í virtum tímaritum voru einnig teknar til greina. Greinar voru valdar út frá mikilvaegi og þýðingu fyrir skrif þessarar yfirlitsgreinar. Af ofantöldum fjölda heimilda voru 608 ágrip lesin. Á grunni þeirra voru 135 greinar lesnar og af þeim var efni úr 58 notað í þessa Sjálfsprottin heilavefsblaeðing (spontaneous intracerebral hemorrhage) er blaeðing inn í heilavefinn án þess að um ytri áverka sé að raeða. Milli 10 og 15% allra heilablóðfalla stafa af henni. Árlega veikjast um 30-50 einstaklingar af heilavefsblaeðingu á Íslandi. Dánartíðnin er afar há (30 daga dánartíðni er 25-50%). Háþrýstingur er algengasta orsökin en ávallt ber að hafa í huga sértaekari orsakir, sér í lagi hjá yngra fólki. Ekki hefur verið sýnt fram á árangur af skurðaðgerðum nema í sérstökum tilvikum eins og stórum blaeðingum í litlaheila. Hins vegar er afar mikilvaegt að sjúklingar með heilavefsblaeðingu séu vistaðir á gjörgaesludeildum eða heilablóðfallseiningum þar sem viðhaft er nákvaemt eftirlit með vökustigi, taugaeinkennum, blóðþrýstingi og vökvabúskap. ÁgrIp grein. Sérstök áhersla var lögð á leiðbeiningar amerísku heilablóðfallssamtakanna frá 2010. 5 Faraldsfraeði Álykta má að um 30-50 einstaklingar veikist af sjálfsprottinni heilavefsblaeðingu árlega á Íslandi. 2 Á einu ári, 2007-8, greindust 32 einstaklingar með heilavefsblaeðingu á Íslandi. 2 Á Vesturlöndum er nýgengi talið vera um 10-20 tilfelli á hverja 100.000 íbúa. 4 Tíðnin er breytileg eftir kynþáttum. Meðal svarta kynþáttarins er tíðnin allt að tvöföld miðað við þann hvíta. 4,5 Nýgengi heilavefsblaeðinga meðal Japana (55 á hverja 100.000 íbúa) er svipað og hjá svarta kynstofninum. 6 Ástaeður fyrir þessu hafa ekki verið skýrðar en meira algengi háþrýstings gaeti útskýrt þetta að hluta. Tíðni heilavefsblaeðinga er heldur haerri meðal karla en kvenna, sérstaklega meðal þeirra sem eru eldri en 55 ára. 7,8 Gagnstaett því sem á við um heiladrep hefur heilavefsblaeðingum ekki faekkað síðustu áratugi. 9 Ástaeður þessa eru meðal annars haekkandi meðalaldur, en 85 ára einstaklingar hafa tífalt aukna áhaettu á heilavefsblaeðingu í samanburði við 50 ára einstaklinga, og aukin notkun blóðþynningarlyfja. 10 Þar á móti hefur meðferð háþrýstings batnað á sama tíma. Áhaettuþaettir og orsakir Háþrýstingur Fjöldi rannsókna hefur sýnt að háþrýstingur (>140/90mmHg) er langveigamesti áhaettuþátturinn fyrir heilablaeðingu. 7,11 Algengi háþrýstings meðal sjúklinga með heilavefsblaeðingu er á bilinu 40 til 89% eftir rannsóknum. Einstaklingar með háþrýsting eru í fjórfalt til tífalt meiri áhaettu. 7,12 Flestar háþrýstingsblaeðingar verða í djúphnoðum (basal ganglia) heilans Greinin barst 25. mars 2013, samþykkt til birtingar 21. ágúst 2013. Engin hagsmunatengsl gefin upp.
doi:10.17992/lbl.2013.09.509 fatcat:kerl42rxsfccbalzc7rjmtrkku