Geislaálag barna í tölvusneiðmyndum á Íslandi

Jónína Guðjónsdóttir, Arna Björk Jónsdóttir
2017 Icelandic Medical Journal  
Inngangur Stór hluti geislaálags vegna laeknisfraeðilegrar myndgreiningar er tilkominn vegna tölvusneiðmyndarannsókna. 1 Sú staðreynd ásamt því að sífellt baetast við taekninýjungar sem geta minnkað geislaálag sjúklings gera það að verkum að mikilvaegt er að fylgjast vel með geislaálagi sjúklinga í tölvusneiðmyndarannsóknum. Þekkt er að það getur verið mikill munur á geislaálagi frá einum stað til annars. 2 Viðmið lengdargeislunar (mGy·cm) í tölvusneiðmyndarannsóknum hafa víða verið sett og
more » ... a verið sett og tilgangurinn með þeim er að stuðla að bestun rannsókna. Valin er tala naerri þriðja fjórðungsmarki, byggt á söfnun gagna frá viðkomandi svaeði sem eru nógu umfangsmikil til að endurspegla venjulega notkun. Þeir sem eru yfir viðmiðinu eru hvattir til að leita orsaka þess og leiða til úrbóta. 3 Öll TS-taeki skrá lengdargeislun rannsókna og þá staerð má nota til að áaetla meðalgeislaálag vegna rannsókna. 4, 5 Geislaálag barna er sérstaklega mikilvaegt vegna þess að áhaetta barna vegna geislunar er meiri en fullorðinna, baeði vegna þess að þau eru viðkvaemari fyrir geislun en fullorðnir og líkurnar á að skaðar geti komið fram síðar eru meiri þar sem þau eiga að jafnaði lengra líf fyrir höndum. 6 Markmið þessarar rannsóknar var að meta geislaálag barna í tölvusneiðmyndum á Íslandi. Inngangur: Það er mikilvaegt að þekkja geislaálag sjúklinga vegna tölvusneiðmyndarannsókna (TS) og markmið þessarar rannsóknar var að meta geislaálag barna í TS á Íslandi. Efniviður og aðferðir: Allar TS af börnum (yngri en 18 ára) á Landspítala á tímabilinu 1. febrúar 2016 til 1. febrúar 2017 voru skoðaðar í myndageymslu og aldur barns, tegund rannsóknar og heildar lengdargeislun skráð. Einnig var heildarfjöldi TS kannaður. Hlutfall rannsókna af börnum var reiknað, tíðni mismunandi rannsókna og fyrir þrjár þaer algengustu var meðaltal lengdargeislunar reiknað og meðalgeislaálag áaetlað fyrir 5 aldurshópa. Niðurstöður: Á tímabilinu voru gerðar 662 TS af börnum, eða 3,6% af heildarfjölda. Þrjár algengustu rannsóknirnar voru af höfði (40,3%), kvið (15,6%) og brjóstholi (10,3%). Meðalgeislaálag þessara þriggja rannsókna var, í sömu röð, fyrir börn yngri en fjögurra mánaða: 5,3/4,9/3,0 mSv; fjögurra mánaða til yngri en þriggja ára: 4,2/5,5/1,9 mSv; þriggja ára til yngri en átta ára: 2,7/ 3,4/1,0 mSv; átta ára til yngri en 15 ára: 3,2/4,4/1,0 mSv og 15 ára til yngri en 18 ára: 2,1/6,5/3,3 mSv. Meðaltal lengdargeislunar var í flestum tilvikum yfir evrópskum viðmiðunarmörkum. Ályktun: Vert er að kanna hvort haegt er að minnka geislaálag barna í TS og beina aetti sjónum að staerðarleiðréttum geislaskammti í slíkri vinnu. Ástaeða er til að aetla að aukið eigið eftirlit með geislaskömmtum myndi skila sér í jafnari gaeðum og minna geislaálagi.
doi:10.17992/lbl.2017.11.160 pmid:29083311 fatcat:pj2nkruzmvarvhq5palbuq7vz4