Filters
1 Hit in 0.24 sec

Lifrarskaði tengdur notkun á Herbalife

Magnús Jóhannsson, Magnús Jóhannsson, Sif Ormarsdóttir, Sigurður Ólafsson
2010 Icelandic Medical Journal  
Tilgangur: Mörg náttúruefni eru þekkt að því að geta valdið lifrarskaða. Nýleg íslensk könnun á aukaverkunum náttúruefna sýndi að lifrarskaði var oftast tengdur notkun Herbalife. Aðferðir: Lýst er fimm tilfellum af eitrunarlifrarbólgu í tengslum við notkun á ýmsum Herbalifevörum á Íslandi á árunum 1999 til 2008. Orsakatengsl voru metin með skilmerkjum WHO-UMC en einnig með RUCAM aðferðinni. Niðurstöður: Af fimm sjúklingum voru fjórar konur og einn karl. Miðgildi aldurs var 46 ár (spönn 29-78
more » ... ár (spönn 29-78 ár). Lengd Herbalifenotkunar var á bilinu 1-7 mánuðir. Fjórir sjúklinganna voru með klíníska mynd lifrarfrumuskaða en einn með gallstíflulifrarskaða. Miðgildi fyrir eftirfarandi voru: bílirúbín 190 mmol/L (spönn: 26-311; eðlilegt <20 mmol/L), ALP 407 U/L (spönn: 149-712; eðl. 35-105 U/L) og ALT 2487 U/L (spönn: 456-2637; eðl. 70 og 45 U/L fyrir karla og konur). Lifrarástunga var gerð í tveimur sjúklinganna og samrýmdust vefjabreytingar eitrunarlifrarbólgu. Aðrar orsakir lifrarbólgu voru útilokaðar með viðeigandi mótefnaprófum og ómskoðun. Orsakatengsl voru samkvaemt RUCAM-aðferðinni líkleg í þremur og möguleg í tveimur en samkvaemt skilmerkjum WHO örugg í einu tilfelli, líkleg í tveimur og möguleg í tveimur. Ályktanir: Telja verður líklegt að notkun á Herbalifevörum tengist eitrunarlifrarbólgu. Eitrunarlifrarbólga af völdum náttúruefna er mikilvaeg mismunagreining hjá sjúklingum með lifrarskaða. Johannsson M, Ormarsdottir S, Olafsson S Hepatotoxicity associated with the use of Herbalife. Icel Med J 2010; 96: 177-82
doi:10.17992/lbl.2010.03.279 fatcat:rnpl7ga3tfbflhyyhgwmwa6ozm